Spænska landsliðskonan Alexia Putellas hefur verið valin sem besta fótboltakona heims annað árið í röð í kjörinu um Gullknöttinn.
Putellas er 28 ára lykilmaður hjá Barcelona og spænska landsliðinu en hún var ein þeirra sem voru settar út í kuldann hjá Spáni eftir mótmæli.
Bethany Mead, sem vann EM með enska landsliðinu, endaði í öðru sæti kjörsins og hin ástralska Sam Kerr í því þriðja. Hin tvítuga Lena Oberdorf er í fjórða sæti eftir frábært tímabil og er Aitana Bonmati, liðsfélagi Putellas úti í kuldanum hjá Spáni, í fimmta sæti.
Alexandra Popp, Ada Hegerberg og Lucy Bronze enduðu einnig meðal tíu efstu í kjörinu ásamt Wendie Renard og Catarina Macario.
Alexia! 😌#BallonDor pic.twitter.com/AKWklM0jyU
— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022
Athugasemdir