Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   mán 17. október 2022 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Putellas besta fótboltakona heims annað árið í röð
Mynd: EPA

Spænska landsliðskonan Alexia Putellas hefur verið valin sem besta fótboltakona heims annað árið í röð í kjörinu um Gullknöttinn.


Putellas er 28 ára lykilmaður hjá Barcelona og spænska landsliðinu en hún var ein þeirra sem voru settar út í kuldann hjá Spáni eftir mótmæli.

Bethany Mead, sem vann EM með enska landsliðinu, endaði í öðru sæti kjörsins og hin ástralska Sam Kerr í því þriðja. Hin tvítuga Lena Oberdorf er í fjórða sæti eftir frábært tímabil og er Aitana Bonmati, liðsfélagi Putellas úti í kuldanum hjá Spáni, í fimmta sæti.

Alexandra Popp, Ada Hegerberg og Lucy Bronze enduðu einnig meðal tíu efstu í kjörinu ásamt Wendie Renard og Catarina Macario.


Athugasemdir
banner
banner