Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   mán 17. október 2022 14:53
Elvar Geir Magnússon
Richarlison verður klár fyrir HM
„Það er ekki hætta á að hann missi af HM, alls engin," segir Antonio Conte, stjóri Tottenham, um Brasilíumanninn Richarlison sem er búinn að fara í myndatöku vegna kálfameiðsla.

Richarlison meiddist í sigri Tottenham gegn Everton á laugardag og sást nota hækjur. Conte segir hinsvegar að meiðslin séu ekki alvarleg.

„Hann er meiddur en það eru ekki alvarleg meiðsli. Ég vona að hann geti spilað einhverja leiki fyrir okkur áður en HM hefst."

Brasilía tilkynnir HM hópinn sinn í byrjun nóvember en liðið mætir Serbíu í sínum fyrsta leikþann 24. nóvember.

Richrlison verður ekki með Tottenham sem heimsækir Manchester United á miðvikudag. Hann hefur skorað tvö mörk fyrir Spurs síðan hann var keyptur frá Everton í júlí.
Athugasemdir
banner
banner