Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   mán 17. október 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vantaði límið í liðið - „Tekur eftir því þegar hann vantar"
Mynd: EPA
Manchester United var án Christian Eriksen í leik liðsins gegn Newcastle í gær. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og segir Gary Neville, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Man Utd, að liðið hefði saknað Eriksen í leiknum.

Þeir Casemiro og Fred léku saman á miðjunni, Eriksen glímir við veikindi og Scott McTominay tók út leikbann. Þá er Donny van de Beek einnig fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

„Eriksen spilaði ekki og það leit út fyrir að liðið saknaði hans. Ég held að þegar liðið hefur spilað vel, fyrir utan leikinn gegn City sem er bara stórkostlegt lið, þá hefur Eriksen verið að gera góða hluti," sagði Neville í gær.

„Þegar hann vantar þá tekuru eftir því hversu stór hann er fyrir liðið því hann tengir alla og límir saman liðið. Hann sér sendingar á milli lína mjög fljótta, sér hvað er að gerast fyrir aftan sig og er alltaf að líta yfir völlinn. Það er Paul Scholes sem benti mér á það. Mér leið bara þannig að jafnvægið í liðinu væri ekki í lagi. Það var ekki sama flæði og þegar hann er í liðinu," bætti Neville við.

United er núna í fimmta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Chelsea og ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal.
Enski boltinn - Í draumalandi Laufdalsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner