Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 17. nóvember 2015 16:29
Elvar Geir Magnússon
Breskir miðlar gera sér mat úr ummælum Gylfa við Fótbolta.net
LG
Borgun
Mynd: Daily Mail
Ummæli Gylfa Þórs Sigurðssonar, miðjumanns Swansea og íslenska landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net hafa ratað í breska miðla.

Um er að ræða ummæli sem hann hafði um Garry Monk, knattspyrnustjóra sinn hjá úrvalsdeildarfélaginu.

Daily Mail hefur birt frétt um ummælin og þá hefur fréttamaður frá BBC haft samband við íslenska fjölmiðlamenn vegna ummælana.

„Hann (Monk) er lítið að tala við leikmenn. Þegar við fórum áfram sendi hann ekki einu sinni leikmönnum frá Wales og Íslandi sms til að segja til hamingju. Ég hef ekkert heyrt í honum," sagði Gylfi við Fótbolta.net.

Það er mikil pressa á Monk en Swansea hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum og talað um að hann fái að taka pokann sinn ef illa fer gegn Bournemouth um helgina.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið í heild sinni



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner