Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. október 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen mættur aftur en ekki hægt að segja það sama um Martial
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Man Utd
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er mættur aftur til æfinga hjá Manchester United eftir veikindi.

Hann var ekki með í markalausa jafnteflinu gegn Newcastle og var það ljóst að liðið saknaði hans mjög.

Erik ten Hag, stjóri United, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að Eriksen gæti snúið aftur gegn gömlu félögum sínum í Tottenham annað kvöld en það ætti eftir að koma betur í ljós.

Ten Hag sagði jafnframt að sóknarmaðurinn Anthony Martial væri enn á meiðslalistanum.

Martial hefur leikið vel á þessu tímabili þegar hann hefur komið við sögu, en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla og því lítið getað beitt sér.

Fyrst Martial er meiddur þá eru miklar líkur á því að Cristiano Ronaldo verði fremstur hjá United annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner