Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 18. október 2022 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flanagan gefst upp og hættir í fótbolta
Jon Flanagan.
Jon Flanagan.
Mynd: HB Köge
Jon Flanagan, fyrrum bakvörður Liverpool og fleiri félaga, hefur tekið þá ákvörðun að hætta í fótbolta og leggja skóna á hilluna.

Flanagan er aðeins 29 ára gamall en hann segir frá því á samfélagsmiðlum að hann sé að setja heilsuna í fyrsta sæti. Hann hefur ekki náð að jafna sig vel á hnéaðgerð sem hann fór í fyrir 14 mánuðum.

„Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka," segir Flanagan.

Flanagan ólst upp hjá Liverpool og lék meira en 50 leiki fyrir aðallið félgasins. Á sínum ferli hefur hann einnig leikið með Burnley, Bolton, Rangers og Charleroi.

Hann samdi við HB Köge í Danmörku á síðasta ári en náði aðeins að spila fjóra leiki fyrir félagið vegna meiðsla. Daniel Agger, annar fyrrum leikmaður Liverpool, er þjálfari HB Köge.
Athugasemdir
banner
banner
banner