Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   þri 18. október 2022 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forgangsmál að framlengja við Mount
Mount hefur unnið Meistaradeildina, enska bikarinn, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða með Chelsea.
Mount hefur unnið Meistaradeildina, enska bikarinn, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða með Chelsea.
Mynd: EPA

Graham Potter nýr knattspyrnustjóri Chelsea hefur miklar mætur á miðjumanninum Mason Mount.


Potter var gríðarlega ánægður með sinn mann eftir 0-2 sigur gegn Aston Villa um helgina þar sem Mount skoraði bæði mörk leiksins.

„Við höfum mikla trú á Mason Mount. Við elskum hann sem leikmann og manneskju, þetta er frábær strákur. Hann er mikill vinnuhestur og hefur mjög jákvæð áhrif á alla í kringum sig," hafði Potter að segja um leikmanninn.

Mount er 23 ára gamall og skoraði 13 mörk í 53 leikjum með Chelsea á síðustu leiktíð. Hann í heildina 32 mörk í 173 leikjum með Chelsea þrátt fyrir ungan aldur.

Fabrizio Romano greinir frá því að það er algjört forgangsmál hjá stjórnendum Chelsea að framlengja samning Mount við félagið. Hann á aðeins rétt rúmlega eitt og hálft ár eftir af samningnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner