Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 18. október 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur ekki spilað eina mínútu eftir að hann kom á láni
Denis Zakaria.
Denis Zakaria.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Denis Zakaria gæti yfirgefið herbúðir Chelsea í janúar eftir að hafa komið til félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans.

Zakaria, sem er svissneskur landsliðsmaður, var lánaður frá Juventus til Chelsea fyrir nokkrum vikum síðan. Hann hefur ekki spilað einn leik fyrir Chelsea síðan þá.

Evening Standard segir frá því að leikmaðurinn sé orðinn pirraður með stöðu mála.

Hann ætlar að funda með stjóra liðsins, Graham Potter, og Todd Boehly, eiganda félagsins, á næstunni til að fá svör um stöðu sína hjá Chelsea.

Eins og staðan er núna þá er hinn 25 ára gamli Zakaria engan veginn inn í myndinni og líkur á því að Lundúnafélagið rifti lánssamningnum við hann í janúar.
Athugasemdir
banner