Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. október 2022 11:51
Elvar Geir Magnússon
Ívar Örn framlengdi við KA út 2024
Ívar Örn Árnason.
Ívar Örn Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Varnarmaðurinn Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2024. Ívar hefur verið einn besti varnarmaður Bestu deildarinnar í sumar og í algjöru lykilhlutverki í KA sem tryggði sér Evrópusæti nýlega.

„Ívar er 26 ára gamall og hefur verið einn besti miðvörður Bestu deildarinnar í sumar en ekki nóg með að vera frábær varnarmaður er Ívar magnaður karakter sem gefst aldrei upp og mikill félagsmaður en hann er uppalinn hjá KA. Þá var faðir hans, Árni Freysteinsson, leikmaður í Íslandsmeistaraliði KA sumarið 1989," segir á heimasíðu KA.

Alls hefur Ívar leikið 89 leiki fyrir KA í deild og bikar og gerði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið í sumar í 4-3 heimasigri á ÍBV.

„Það eru gríðarlega jákvæðar fregnir að við höldum honum áfram innan okkar raða og verður áfram spennandi að fylgjast með okkar manni á komandi árum en það styttist í hundraðasta leik hans fyrir félagið og þá er spennandi Evrópuverkefni framundan á næstu leiktíð."




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner