Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. október 2022 14:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp býst við því að vera á hliðarlínunni á morgun
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, býst við því að vera á hliðarlínunni á morgun þegar West Ham kemur í heimsókn á Anfield.

Klopp fékk rauða spjaldið í 1-0 sigrinum á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Klopp missti sig á 85. mínútu eftir að Anthony Taylor og aðstoðardómarar hans dæmdu ekki brot á Bernardo Silva sem reif Mohamed Salah niður á vængnum.

„Á þessu augnabliki snappaði ég. Það var mér að kenna og vonandi getum við verið sammála. Þið þarna á Match of the Day hafið tíma til að skoða stöðuna og það getur vonandi einhver í stúdíóinu fundið útskýringu á því af hverju það var ekki dæmt brot í þessu atviki," sagði Klopp eftir leikinn við City.

Klopp var á fréttamannafundi í dag þar sem hann var spurður út í rauða spjaldið. Þar sagði hann að hann væri að búast við því að vera á hliðarlínunni á morgun.

Hann hefur ekkert heyrt og er að gera ráð fyrir því að stýra sínu liði annað kvöld.

Það er ekki enn búið að funda um það hversu langt bannið verður og á meðan það er ekki búið að funda þá fær Klopp að stýra sínu liði.
Enski boltinn - Í draumalandi Laufdalsins
Athugasemdir
banner
banner