Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   þri 18. október 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho finnur til með Smalling
Jose Mourinho, stjóri Roma, er virkilega ánægður með enska miðvörðinn Chris Smalling.

Smalling, sem er 32 ára, lék undir stjórn Mourinho hjá Manchester United og hefur hann gert það líka hjá Roma síðustu ár.

Mourinho er virkilega ánægður með Smalling og segir hann ekki hafa fengið það tækifæri sem hann á skilið að fá með enska landsliðinu.

„Honum var kennt að spila í tveggja manna hafsentakerfi í Manchester en núna er hann með fullkomna kunnáttu að spila í þriggja manna hafsentalínu. Ef ég væri landsliðsþjálfarinn þá myndi ég gera allt til að vera með hann í mínu liði," sagði Mourinho.

„Ég finn virkilega til með honum að hann skuli ekki fá það tækifæri sem hann á skilið."

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er ekki aðdáandi Smalling en leikmaðurinn hefur ekki spilað með landsliðinu síðan 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner