Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. október 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Pogba snýr aftur til æfinga með Juventus
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: EPA
Paul Pogba tekur þátt í æfingu Juventus að hluta til í dag en það er hans fyrsta æfing með liðinu síðan hann meiddist á hné.

Frakkinn kom aftur til Juventus í sumar eftir að hafa yfirgefið Manchester United á frjálsri sölu. Hann var nýkominn til félagsins þegar hann meiddist á hné.

Pogba fór í aðgerð í síðasta mánuði og er á batavegi. Juventus vill þó ekki taka neina áhættu með hann.

Pogba gæti mögulega tekið þátt í Meistaradeildarleik gegn Benfica eftir viku eða leikið gegn Lecce þann 29. október.

Pogba varð heimsmeistari með Frakklandi 2018 og vonast til þess að endurtaka leikinn í Katar í vetur.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Frosinone 34 7 10 17 41 63 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 71 -45 15
Athugasemdir
banner
banner