
Selfoss hefur ákveðið að rifta samningi við sóknarmanninn Hrvoje Tokic og verður hann ekki áfram hjá félaginu.
„Knattspyrnudeild Selfoss þakkar Tokic fyrir allar góðu stundirnar síðustu ár og óskum honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni," segir í tilkynningu Selfoss.
Tokic gekk í raðir Selfoss um mitt sumar 2018. Síðan þá hefur hann leikið 93 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 90 mörk.
„Tokic hefur tekið þátt í uppgangi félagsins á undanförnum árum en nú er komið að öðrum að taka við keflinu."
Tokic, sem er 32 ára Króati, hefur einnig leikið með Víkingi Ólafsvík og Breiðablik hér á landi.
Tokic skoraði sex mörk í tólf leikjum í Lengjudeildinni í sumar er Selfoss endaði í níunda sæti.
Athugasemdir