Bild greinir frá því að Joshua Kimmich hafi náð samkomulagi við Bayern München um nýjan samning til 2029.
Í morgun var Kimmich í höfuðstöðvum Bayern ásamt fjölskyldu sinni og ráðgjöfum.
Í morgun var Kimmich í höfuðstöðvum Bayern ásamt fjölskyldu sinni og ráðgjöfum.
Tilkynnt verður um nýja samninginn seinna í dag.
Arsenal og Paris Saint-Germain voru meðal félaga sem sýndu Kimmich áhuga en viðræður leikmannsins við Bayern hafa tekið langan tíma.
Kimmich hefur átt magnaðan feril með Bayern og unnið þýska meistaratitilinn átta sinnum með liðinu, þrjá bikartitla og Meistaradeildina.
Uppfært: Bayern hefur staðfest samninginn.
???????????????????????? ???????? ????????????????????????. ????????'???? ???????????????? ???????? ????????????????! ???? #FCBayern #MiaSanMia #Kimmich2029 pic.twitter.com/hwI6hVKcy5
— FC Bayern (@FCBayernEN) March 13, 2025
Athugasemdir