Ísak Óli missir af fyrri hluta mótsins og hefur FH verið að skoða möguleikann á því að fá inn annan miðvörð.
Það vakti athygli á þriðjudagskvöld að Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála, stýrði liði FH í Lengjubikarnum þegar liðið sótti Þór heim. Heimir Guðjónsson, aðalþjálfari, og Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari, voru ekki á skýrslu.
Fyrr um daginn hafði það spurst út að FH myndi ekki mæta með sitt sterkasta lið til leiks og fjallaði 433 um það. Lokatölur í leiknum urðu 2-2, Gils Gíslason skoraði bæði mörk FH.
Davíð ræddi við Fótbolta.net í dag.
Fyrr um daginn hafði það spurst út að FH myndi ekki mæta með sitt sterkasta lið til leiks og fjallaði 433 um það. Lokatölur í leiknum urðu 2-2, Gils Gíslason skoraði bæði mörk FH.
Davíð ræddi við Fótbolta.net í dag.
Hvað kemur til að þjálfarinn hafi ekki verið á hliðarlínunni?
„Það kom þannig til að þessi leikur var færður, reyndar með smá fyrirvara, og þá var tekin sú ákvörðun að Heimir myndi vera með æfinguna. Hann var með einhverjar skuldbindingar sem var erfitt fyrir hann að komast út úr þennan daginn. Það sama átti við með Kjartan Henry, hann var búinn að lofa sér í þessa útsendingu í Meistaradeildinni. Þá tókum við þá sameiginilegu ákvörðun að ég myndi skella mér norður," segir Davíð. Þeir leikmenn sem spiluðu ekki gegn Þór æfðu í Kaplakrika á þriðjudag.
Var strax hugmyndin að þú yrðir þjálfari liðsins?
„Nei nei, en það hentaði bara best fyrir mig að fara. Við hugsuðum alveg Lenny og Emma, Lenny (Steven Lennon) er að þjálfa 2. flokkinn og Emmi (Emil Pálsson) er að þjálfa 3. flokkinn, þeir voru sjálfir með skuldbindingar; æfingar og annað slíkt. Þetta var besta niðurstaðan töldum við."
Davíð var svo spurður út í framhaldið hjá FH fram að Íslandsmóti.
„Við spilum þrjá æfingaleiki fyrir mót. Mætum KR, Breiðabliki og svo Þrótti. Við höldum áfram að æfa vel og reynum að koma eins vel undirbúnir og við mögulega getum inn í mótið."
Eru einhver ný meiðsli eða svoleiðis?
„Ekkert nýtt þar, sem betur frá, Ísak Óli er frá, en annars eru allir þokkalega heilir eða að koma til baka úr smá meiðslum."
Eruð þið eitthvað nær því að finna miðvörð?
„Nei, get ekki sagt það. Við erum búnir að vera skoða þetta. Ef við tökum eitthvað inn þá þarf það að passa eins vel og mögulegt er. Ef það gerist eitthvað, þá gerist eitthvað. En ef ekki, þá erum við með lið til að takast á við það."
Davíð var þá spurður út í Úlf Ágúst Björnsson sem er í háskólanámi í Bandaríkjunum. Davíð býst við að fá Úlf heim í lok apríl sem myndi þýða að hann missti af fyrstu 3-4 leikjunum á tímabilinu. Það er þó ekki komin nein örugg dagsetning varðandi heimkomu framherjans. Úlfur fer svo líklega aftur út til Bandaríkjanna í byrjun ágúst.
„Það góða við Úlf er að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hann komi ekki heim í standi," segir Davíð.
Athugasemdir