Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 13. mars 2025 11:52
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar að­eins spilað 731 mínútu af fót­bolta síðan 2023
Icelandair
Aron Einar var valinn í landsliðshópinn.
Aron Einar var valinn í landsliðshópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Einarsson, til hægri.
Þórður Einarsson, til hægri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fínn hópur og sjaldan verið eins erfitt að velja hóp en um þessar mundir. Margir góðir spilarar ekki valdir. Það skýtur því skökku við, raunar galið að Aron Einar hafi verið valinn. 731 mínúta af fótbolta síðan 2023. Þar af 6 leikir í Lengjunni (1 sigur)," skrifar Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti Reykjavík, á samfélagsmiðlinum X.

Hann furðar sig þar á því að Aron Einar Gunnarsson hafi verið í fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar, sem tilkynntur var í gær.

Aron Einar hefur glímt við meiðsli undanfarin ár og verið mikið utan vallar. Hann samdi við Þór Akureyri síðasta sumar til að koma sér í leikform og kom við sögu í sex leikjum.

Hann er nú hjá Al-Gharafa í Katar en er ekki skráður í leikmannahóp liðsins í katörsku deildinni vegna takmarkana á erlendum leikmönnum. Hann hefur hinsvegar spilað með liðinu í Meistaradeild Asíu.

„Aron Einar hefur ekki verið að spila marga leiki en hann er með svona sirka 98-99% mætingu á æfingar sem þýðir að hann er í góðu standi. Hann hefur verið að spila sterka leiki í Meistaradeild Asíu, á móti sterkum liðum. Hefði ég viljað hann væri búinn að spila fleiri? Já, að sjálfsögðu. En hann er samt í góðu formi," sagði Arnar á fréttamannafundi í gær.

Aron er í hópnum fyrir komandi leiki gegn Kósovó en er þó ekki lengur fyrirliði. Orri Steinn Óskarsson er orðinn fyrirliði. Arnar talaði um það í hlaðvarpsviðtali í gær að Aron, sem er 35 ára, þyrfti ekki að vera með bandið til að vera leiðtogi innan hópsins.


Arnar Gunnlaugs eftir sinn fyrsta hóp - Klárlega merki um nýja tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner