Tottenham á í dag leik gegn AZ Alkmaar í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Enska liðið sýndi mjög dapra frammistöðu í fyrri leiknum sem tapaðist 1-0. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var spurður hvort að tímabilið hans og Tottenham væri undir í leiknum. Tottenham er ekki að berjast um neitt í úrvalsdeildinni og er úr leik í báðum bikarkeppnunum. Evrópudeildin er því eina vonin um eitthvað jákvætt.
Postecoglou var ekkert alltot hress með þessa spurningu fréttamanns.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var spurður hvort að tímabilið hans og Tottenham væri undir í leiknum. Tottenham er ekki að berjast um neitt í úrvalsdeildinni og er úr leik í báðum bikarkeppnunum. Evrópudeildin er því eina vonin um eitthvað jákvætt.
Postecoglou var ekkert alltot hress með þessa spurningu fréttamanns.
„Það eru ekki mörg störf í heiminum þar sem þú þarft að mæta og svara spurningu eins og þessari, er það nokkuð? Ég ætla vera kurteis og segja að við séum einbeittir á að vinna leikinn á morgun og við þurfum að eiga betri frammistöðu en síðasta fimmtudag," sagði stjórinn.
„Augljóslega var það ekki nálægt þeim staðli sem við viljum hafa á okkar leik. Við gerðum sumt gott um helgina, líka hluti sem voru ekki góðir, en okkur líður þannig að ef við mætum með ákefðina og tempóið sem við komum með inn í leikinn gegn Bournemouth þá eigum við góðan möguleika á því að fara áfram."
Hann lét þau ummæli falla fyrr í vetur að hann næði alltaf að vinna titil á sínu öðru tímabili hjá félagi. Hann var spurður í gær hvort hann sæi eftir þeim ummælum.
„Ég er stoltur af því að þar sem ég hef verið hef ég unnið hluti. Ég sæti ekki hér ef ég hefði ekki gert það. Tíminn mun leiða það í ljós hvort ég vinn eitthvað á mínu öðru tímabili he?," sagði Postecouglou sem tók við Tottenham sumarið 2023.
Ange Postecoglou didn't like that question... ????#THFC pic.twitter.com/QGrDMyewK7
— Match of the Day (@BBCMOTD) March 12, 2025
Athugasemdir