Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 13. mars 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
George Nunn í írsku B-deildina (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
George Nunn, sem lék með HK í Bestu deildinni á síðasta tímabil, er genginn í raðir Cobh Ramblers í Írlandi.

Nunn er Íri sem var á sínum tíma á mála hjá Chelsea og Derby. Hann á að baki tvo leiki fyrir U19 landslið Írlands.

Nunn er 23 ára sóknarmaður sem skoraði eitt mark og lagði upp eitt í 25 leikjum í Bestu deildinni og tvö mörk í bikarnum.

Cobh Ramblers er í írsku B-deildinni, næst efstu deild þar í landi. Nunn fór á reynslu til Ekänas í finnsku B-deildinni í vetur en fékk félagaskipti frá HK til Írlands í dag.
Athugasemdir
banner
banner