Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 13. mars 2025 11:16
Elvar Geir Magnússon
Valur reynir að fá sænskan Kongómann
Valur vill fá Manasse Kusu.
Valur vill fá Manasse Kusu.
Mynd: Mjällby
Fotbollskanalen og fleiri sænskir fjölmiðlar greina frá því að Valur sé að reyna að fá Manasse Kusu, 23 ára miðjumann Mjällby, lánaðan.

Kusu lék undir stjórn Túfa, þjálfara Vals, hjá Öster. Hann gekk í raðir Mjällby í fyrra en hefur ekki fengið þann spiltíma sem hann vonaðist eftir.

Mjällby hefur staðfest að verið sé að vinna í því að Kusu verði lánaður. Sænsku félögin Helsingborgs og Landskrona hafa einnig áhuga á honum.

„Hann þarf að spila til að þróast og taka næsta skref. Það er satt að hann er ekki sáttur við lítinn spiltíma og við erum að skoða að lána hann," segir Hasse Larsson, íþróttastjóri Mjällby. Hann segist telja að Kusu eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu þó hann verði lánaður.

Kusu fæddist í Kongó en flutti til Svíþjóðar með móður sinni þegar hann var tólf ára gamall. Hann hefur leikið fyrir U17, U19 og U20 landslið Svíþjóðar.


Athugasemdir
banner
banner