Ítalska félagið Inter vill fá tyrkneska landsliðsmanninn Arda Guler frá Inter. Fleiri félög vilja fá hann en Inter telur sig hafa forskot þar sem Guler er með sterkt samband við miðjumanninn Hakan Calhanoglu, fyrirliða tyrkneska landsliðsins.
Guler lék afskaplega vel á EM 2024 í sumar en hefur ekki náð að brjóta sér inn í byrjunarliðið hjá Real Madrid. Líklegt er talið að hann færi sig um set í sumar, verði lánaður eða seldur.
Guler lék afskaplega vel á EM 2024 í sumar en hefur ekki náð að brjóta sér inn í byrjunarliðið hjá Real Madrid. Líklegt er talið að hann færi sig um set í sumar, verði lánaður eða seldur.
Tuttosport segir að Guler hafi mikinn áhuga á að fara í ítölsku deildina og hann hafi fylgst með velgengni landa síns Kenan Yildiz með Juventus.
Þýsku félögin Bayer Leverkusen og Eintracht Frankfurt hafa einnig sýnt Guler áhuga.
Athugasemdir