Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 13. mars 2025 11:43
Elvar Geir Magnússon
„Markverðir eru önnur tegund af mannfólki“
Icelandair
Hákon í landsleik á Laugardalsvelli.
Hákon í landsleik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson staðfestir að Hákon Rafn Valdimarsson verði áfram aðalmarkvörður Íslands í komandi glugga. Hákon hefur spilað fimm aðalliðsleiki með Brentford á tímabilinu, þar af tvo í ensku úrvalsdeildinni.

Arnar var spurður að því í hlaðvarpsviðtali eftir að hann tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp hvort lítil leikæfing Hákonar væri áhyggjuefni?

„Ef þetta væri útleikmaður þá myndi ég segja já klárlega. Markverðir eru bara önnur tegund af mannfólki. Markvörður fær miklu meira úr æfingum en útileikmaður, útileikmaður fær miklu meira úr leikjum en markvörður," segir Arnar.

„Varðandi andlega þáttinn þá gefa leikirnir klárlega. Það er ákveðin kúnst að vera markvörður og halda fókus. Hingað til hefur hann náð að gera það. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta í hvert skipti."

Elías Rafn Ólafsson, sem einnig er í landsliðshópnum, ver mark Midtjylland sem trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

„Við erum með sterka markverði og Elías er að banka á dyrnar og naga í hælana á honum, sem er mjög gott. Það er erfitt að halda honum fyrir utan byrjunarliðið. Við erum í frábærum málum með okkar markvarðarstöðu. Hákon er markvörður númer eitt í þessum glugga eins og staðan er, þó það væri auðvitað betra að hann væri að spila," segir Arnar.

Eftir viku leikur Ísland fyrri leikinn gegn Kósovó um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Kósovó en sá seinni á Spáni þremur dögum síðar.
Arnar Gunnlaugs eftir sinn fyrsta hóp - Klárlega merki um nýja tíma
Athugasemdir
banner
banner