Pressan á Thiago Motta, stjóra Juventus, jókst með 0-4 tapi gegn Atalanta um síðustu helgi en það var versta tap liðsins á heimavelli í marga áratugi.
Juventus er úr leik í Meistaradeildinni og ítalska bikarnum, tapaði gegn Milan í ítalska Ofurbikarnum og er níu stigum frá efsta sæti ítölsku A-deildarinnar.
Juventus er úr leik í Meistaradeildinni og ítalska bikarnum, tapaði gegn Milan í ítalska Ofurbikarnum og er níu stigum frá efsta sæti ítölsku A-deildarinnar.
Tuttosport segir mögulegt að Juventus bregðist við og reki Motta ef liðið tapar gegn Fiorentina um komandi helgi.
Francesco Magnanelli, þjálfari unglingaliðs Juventus, hefur verið orðaður við starfið en hann var aðstoðarmaður Massimiliano Allegri á síðasta tímabili. Hann gæti mögulega verið ráðinn til bráðabirgða til að klára tímabilið.
Þá er fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu, Roberto Mancini, orðaður við starfið ef Motta yrði rekinn. Hann er án starfs eftir að hafa hætt þjálfun Sádi-Arabíu og er sagður klár í að taka við Juve ef kallið kemur.
Xavi, Antonio Conte og Igor Tudor eru meðal annarra nafna sem ítalskir fjölmiðlar nefna í tengslum við þjálfarastarf Juventus.
Athugasemdir