Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. október 2022 18:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Stuðningsmenn Wolves myndu taka honum fagnandi"
Mynd: EPA

Wolves leikur gegn Crystal Palace í kvöld en þetta er x leikurinn sem þeir spila án þess að vera með stjóra í brúnni.


Bruno Lage var rekinn á dögunum en félagið hefur ekki enn fundið mann til að fylla í skarðið.

Nuno Espirito Santo hefur verið orðaður við endurkomu en hann stýrði Wolves frá 2017-2021.

Tim Sherwood sérfræðingur á Sky Sports er spenntur fyrir því að Nuno taki aftur við félaginu.

„Mér finnst það góð hugmynd fyrir félagið að fá Nuno aftur. Hann gerði frábæra hluti þarna. Hann passaði ekki vel hjá Tottenham en stuðningsmenn Wolves myndu taka honum fagnandi," sagði Sherwood.


Athugasemdir
banner
banner
banner