Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. október 2022 16:30
Enski boltinn
Þrír frá Arsenal er fimm bestu ungstirnin voru valin
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: Getty Images
Það var skemmtilegur þáttur af Enski boltinn hlaðvarpinu sem birtist hér á síðunni í gær.

Gummi og Steinke fóru yfir umferðina með Arnari Laufdal, þáttastjórnanda Ungstirnanna. Undir lok þáttarins var Arnar beðinn um að velja fimm bestu ungstirnin í ensku úrvalsdeildinni.

Var þá verið að miða við leikmenn sem eru fæddir 2001 og eftir það.

Arnar nefndi fyrst Moises Caicedo, miðjumann Brighton, í fimmta sæti og svo Harvey Elliott, miðjumann Liverpool, í fjórða sæti.

Svo valdi hann þrjá leikmenn frá Arsenal í efstu þrjú sætin. Brasilíumaðurinn Gabriel Martinelli var settur í þriðja sæti. „Hann er geggjaður leikmaður," sagði Arnar.

„Í öðru sæti er William Saliba. Hann er búinn að sýna það á þessu tímabili að hann hefur allt til þess að verða hafsent í heimsklassa. Þakið á honum er rosalegt."

Í fyrsta sæti er enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka. „Það eru þrír Arsenal menn í topp þremur. Það er engin tilviljun að Arsenal sé á toppnum. Saka er 'mentality monster' og er mikill karakter. Eftir þetta vítaklikk á EM þá tekur hann samt öll vítin hjá Arsenal. Þetta er bara karakter og mér finnst hann frábær leikmaður. Hann gerir ekki flókna hluti en er virkilega klár."
Enski boltinn - Í draumalandi Laufdalsins
Athugasemdir
banner
banner
banner