Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 18. október 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Union Berlín getur ekki haldið sér á toppnum, eða hvað?
Union Berlín.
Union Berlín.
Mynd: EPA
Union Berlín er óvænt á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni með fjögurra stiga forskot þegar tíu umferðir eru liðnar.

Þetta er eitthvað sem enginn bjóst við fyrir leiktíðina þrátt fyrir að Union hafi verið á uppleið síðustu ár og endað í fimmta sæti á síðustu leiktíð.

Þegar litið er á tölfræði þá ætti Union hins vegar ekkert að vera á toppnum. Það er eitthvað ótrúlegt í gangi þarna.

‘Expected points’ er tölfræði sem mælir líkurnar á því að lið vinni leik miðað við möguleikana sem liðið skapaði og fékk á sig (xG) í þeim tiltekna leik. Þessi tölfræði gefur yfirleitt góða vísbendingu um það hversu mörg stig lið eiga skilið að vera með miðað við frammistöðu.

Samkvæmt þeirri tölfræði ætti Bayern að vera á toppi deildarinnar með þægilegt forskot en þeir hafa ekki verið að nýta færi sín nægilega vel. Union ætti að vera í tíunda sæti miðað við þessa sömu tölfræði með 14,4 stig en liðið er í raun með 23 stig.

Union Berlín er líka það lið sem heldur næst minnst af öllum liðum deildarinnar.

En hvernig eru þeir á toppnum. Raphael Honigstein hjá The Athletic henti fram sinni skýringu í grein fyrir stuttu. „Strákarnir hans Ure Fischer hlaupa og berjast meira en allir aðrir. Þeir verjast betur og sækja hraðar með betra skipulagi en allir aðrir," skrifar sá þýski. Hann bætir við að Union sé með bestu liðsheildina í deildinni.

Tölfræðin bendir til þess að þeir muni ekki halda þetta lengi út, en það verður áhugavert að sjá hvernig málin munu þróast í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner