Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. október 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Vettvangur harmleiksins í Indónesíu jafnaður við jörðu
Mynd: Getty Images
Indónesía hefur opinberað áætlanir sínar um að jafna leikvanginn við jörðu þar sem 131 létu lífið og hundruðir særðust í miklum troðningi á fótboltaleik fyrr í þessum mánuði.

Joko Widodo, forseti Indónesíu, segir að Kanjuruhan leikvangurinn í Malang verði endurbyggður samkvæmt öllum öryggiskröfum FIFA.

Hann segir að þjóðin verði öll að endurskoða það hvernig fótboltanum er stýrt í landinu. Hann fundaði með Gianni Infantino, forseta FIFA, í dag.

Indónesía er að fara að halda HM U20 landsliða 2023 og ljóst er að þörf er á mikilli skipulagningu. til að tryggja öryggi allra.

„Þetta er fótboltaland, land þar sem yfir 100 milljónir hafa ástríðu fyrir fótboltanum. Við skuldum þeim það að þegar þetta fólk fer að horfa á fótboltaleik finnist það vera öruggt," segir Widodo.

Slysið átti sér stað 1. október þegar lögreglan beytti táragasi á stuðningsmenn sem fóru inn á völlinn eftir tapleik Arema FC gegn Persebaya Surabaya. Hundruðir flúðu að útgönguhliðunum sem olli stórhættulegum troðningi.

Sex einstaklingar, þar á meðal lögreglumenn og skipuleggjendur, hafa verið ákærðir fyrir glæpsamleg athæfi í tengslum við leikinn. Þeir eru ákærðir fyrir gáleysi sem orsakaði það að fólk lést en refsingin fyrir það er að hámarki fimm ára fangelsi.
Athugasemdir
banner
banner