Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. október 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Alexander, Bjarki og Ruth semja við Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding er búin að semja við þjálfarateymið sem hefur gert flotta hluti með meistaraflokk kvenna undanfarin misseri.


Afturelding féll úr Bestu deildinni í haust en Alexander Aron Davorsson, Bjarki Már Sverrisson og Ruth Þórðardóttir eru öll búin að skrifa undir nýja samninga sem gilda út næstu tvö árin.

„Félagið er gríðarlega ánægt með þá hollustu sem þau sýna með þessum nýja samning en undir þeirra handleiðslu hefur liðið verið í stöðugri framþróun síðustu ár," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Aftureldingu, sem stefnir á að fara beint aftur upp í Bestu deildina.

Framundan er þó erfitt sumar í Lengjudeildinni þar sem má finna HK, Víking R. og KR meðal annars.

„Þetta er blanda sem virkar, þau eru virkilega fær í að gera leikmenn að betri leikmönnum og kreista það besta fram úr hverjum einasta, þá er gríðarlega mikill metnaður og vinna lögð í starfið. Það voru félög sem sóttust eftir þeirra starfskröftum og því virðingarvert og um leið viðurkenning fyrir Aftureldingu að þau velji það að vera áfram," segir Sigurbjartur Sigurjónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna.

„Saman stefnum við að því koma Aftureldingu þangað sem félagið á heima, aftur í Bestu deild."

Afturelding fékk 12 stig úr 18 umferðum í Bestu deildinni, fjórum stigum minna heldur en Keflavík sem bjargaði sér frá falli.


Athugasemdir
banner