Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. október 2022 19:18
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Orri klúðraði víti og Hákon fékk rautt í bikarnum
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

FC Kaupmannahöfn þurfti vítaspyrnukeppni til að komast í 16-liða úrslit danska bikarsins. Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson byrjuðu báðir í fremstu víglínu hjá FCK en áttu slæman dag gegn B-deildarliði Hobro.


Hinn bráðefnilegi Orri Steinn fékk að spila allan leikinn og framlenginguna en tókst ekki að skora. Hann steig á vítapunktinn en brenndi af og þá fékk Hákon Arnar tvö gul spjöld á ellefu mínútna kafla.

Seinna spjaldið fékk Hákon fyrir dýfu á 81. mínútu en staðan var 1-1 þegar atvikið átti sér stað. Því spiluðu liðsfélagar Hákons framlenginguna leikmanni færri.

Hvorugu liði tókst að skora í framlengingu og því blásið til vítaspyrnukeppni. Allar vítaskyttur Kaupmannahafnar skoruðu úr sínum spyrnum en Orri Steinn steig ekki á punktinn.

Elías Rafn Ólafsson varði þá mark FC Midtjylland í stórsigri gegn FA 2000. Mið-Jótlendingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu sex mörk í stórsigrinum.

Aron Sigurðarson spilaði að lokum fyrstu klukkustundina í sigri Horsens á útivelli gegn Horsholm-Usserod.

Þessi þrjú Íslendingalið eru því öll komin áfram í 16-liða úrslitin.

Hobro 1 - 1 Kaupmannahöfn
1-0 Mads Freundlich ('8)
1-1 Davit Khocholava ('67)

FA 2000 0 - 6 Midtjylland

Horsholm-Usserod 1 - 2 Horsens


Athugasemdir
banner
banner
banner