Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   mið 19. október 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst Bellingham og Musiala standa framar Gavi
Spænski miðjumaðurinn Gavi var valinn sem besti ungi leikmaður heims í kjörinu um Gullknöttinn. Hlaut hann því Kopa bikarinn svokallaða.

Gavi hlaut flest atkvæði í U21 flokki og komu Eduardo Camavinga og Jamal Musiala næst á eftir.

Gavi er mikilvægur hlekkur í sterku liði Barcelona þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall. Hann á 12 A-landsleiki að baki fyrir Spán.

Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern München, vill hins vegar meina að tveir aðrir leikmenn hafi átt verðlaunin meira skilið. Nefndi hann leikmann sinn, Musiala, og Jude Bellingham, miðjumann Borussia Dortmund. Hann sagði að Gavi væri frábær leikmaður en að þessir tveir leikmenn væru að spila betur en hann.

Alphonso Davies, leikmaður Bayern, fannst Musiala verðskulda verðlaunin. Hann sagði á samfélagsmiðlum: „Þau neituðu þér um Kopa bikarinn, en þau munu ekki neita þér um Ballon d'Or í framtíðinni," skrifaði Davies á Twitter. Hann telur að Musiala verði besti leikmaður í heimi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner