banner
   mið 19. október 2022 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
Gakpo valdi PSV framyfir Southampton og Leeds
Mynd: EPA

Cody Gakpo gaf viðtal við The Times þar sem hann greindi meðal annars frá því að hann væri svekktur með að hafa ekki komist til Manchester United í sumar.


Gakpo er öflugur kantmaður sem fékk ýmis tilboð úr ensku úrvalsdeildinni í sumar. Félagsskiptin til Man Utd mistókust en þá gat Gakpo valið á milli þess að fara til Southampton eða Leeds United.

Hann ákvað að lokum að vera áfram hjá PSV Eindhoven í hollenska boltanum þar sem hann er kominn með 9 mörk og 7 stoðsendingar í fyrstu 10 deildarleikjunum. Ótrúlegar tölur.

„Eftir að viðræðurnar við Manchester United urðu að engu hafði ég viku til að velja á milli Southampton og Leeds. Að lokum ákvað ég að vera áfram hjá PSV en þetta var mjög stressandi vika!" sagði Gakpo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner