Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   mið 19. október 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Gerrard: Ætla ekki að vorkenna sjálfum mér
Steve Gerrard.
Steve Gerrard.
Mynd: EPA
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, segist ekki ætla að 'vorkenna sjálfum sér' í því verkefni að reyna að koma Villa frá fallsvæðinu. Mikil pressa er á Gerrard en Villa hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu og er í 16. sæti í deildinni.

Baulað var á Gerrard eftir tap Villa gegn Chelsea á sunnudag en hann segist hafa fulla trú á sjálfum sér og leikmönnum sínum.

„Útkoman um helgina var tap en við tökum það jákvæða. Ég er með fulla trú á sjálfum sér og leikmannahópnum," sagði Gerrard á fréttamannafundi fyrir útileik gegn Fulham sem verður annað kvöld.

„Það hefur verið mikið fjallað um að við erum án tveggja mikilvægara leikmanna sem voru keyptir til að styrkja okkur. Þeir eru á leið til baka af meiðslalistanum og það er jákvætt."

„Allir stjórar tala um að fá tíma en ég ætla ekki að fara neitt í felur. Ég vil vera dæmdur í dag líka. Ég sýni stöðu okkar fullan skilning og hversu mikilvægt það er að eiga jákvæða viku. Ég ætla ekki að vorkenna sjálfum mér."

Reiknar með því að Coutinho komist á beinu brautina
Það hefur ekki hjálpað Garrard í baráttunni að Philippe Coutinho hefur verið langt frá sínu besta. Hann hefur hvorki skorað mark né lagt upp í tíu úrvalsdeildarleikjum síðan hann var keyptur alfarið frá Barcelona í sumar.

„Við keyptum Phil, það sást að hann var ekki ánægður hjá Barcelona. Ef horft er til aldurs og hæfileika þá hef ég fulla trú á Phil. Tölfræðin sýnir að hann er ekki að ná sínu besta fram. Við munum gefa honum allan stuðning sem hann þarf," segir Gerrard.

„Hann er að reyna, kannski þarf heppnin að vera með honum. En þú týnir ekki hæfileikunum þínum. Hann var magnaður þegar hann kom fyrst á láni og hann heldur áfram að sýna töfrana á æfingasvæðinu. Hann þarf bara að ná að sýna þá í leikjum líka."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner