Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 19. október 2022 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Girti niðrum sig í varnarvegg til að trufla aukaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Santa Fe spilaði við Jaguares de Cordoba í efstu deild í Kólumbíu um helgina og tapaði leiknum 2-1.


Geisson Perera, varnarmaður Santa Fe, lagði þó sitt af mörkum til að koma í veg fyrir tapið.

Perera náðist á mynd þegar hann stóð í varnarvegg fyrir aukaspyrnu og ákvað að girða niðrum sig til að trufla skotmanninn. Perera sýndi andstæðingnum djásnið sitt og endaði aukaspyrnan svo framhjá markinu. Ekki er hægt að segja hvort þetta furðulega bragð Perera hafi haft áhrif á skotið.

Perera fékk ekki gult spjald fyrir athæfið enda virtist dómarinn ekki taka eftir því.

Stuðningsmönnum beggja liða bauð þó við þessari sýningu og hafa kallað til þess að hinn 31 árs gamli Perera verði dæmdur í leikbann.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner