mið 19. október 2022 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Mikael Egill byrjaði í flottum sigri
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Spezia sem lagði Brescia að velli í ítalska bikarnum í dag.


Mikael Egill spilaði 83 mínútur og kom boltanum í netið á fimmtu mínútu en markið var dæmt af vegna brots í aðdragandanum. Það gerði ekki til því David Strelec kom Sepzia yfir á 20. mínútu og tvöfaldaði Daniele Verde forystuna í síðari hálfleik.

Spezia vann að lokum 3-1 og á erfiðan útileik gegn Atalanta í 16-liða úrslitum.

Spezia 3 - 1 Brescia
1-0 David Strelec ('20 )
2-0 Daniele Verde ('55 )
3-0 David Strelec ('86 )
3-1 Stefano Moreo ('90 )

Parma lagði þá Bari að velli með marki frá Adrian Benedyczak og heimsækir Inter í næstu umferð, sem verður spiluð í janúar.

Udinese og Monza mættust að lokum í eina Serie A slag bikarsins og höfðu nýliðarnir betur á útivelli.

Nehuen Perez gerði tvennu fyrir Udinese en hún nægði ekki þar sem Andrea Petagna gerði sigurmarkið á 72. mínútu og urðu lokatölur 2-3 fyrir Monza, sem tekur á móti Juventus í næstu umferð.

Emil Hallfreðsson spilaði þá 90 mínútur í C-deildinni þar sem Virtus Verona steinlá gegn Pro Vercelli.

Virtus er aðeins með fimm stig eftir níu leiki. 

Parma 1 - 0 Bari
1-0 Adrian Benedyczak ('29 )

Udinese 2 - 3 Monza
0-1 Mattia Valoti ('45 )
1-1 Nehuen Perez ('49 )
2-1 Nehuen Perez ('68 )
2-2 Salvatore Molina ('70 )
2-3 Andrea Petagna ('72 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner