Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   mið 19. október 2022 17:25
Elvar Geir Magnússon
Kante fór undir hnífinn og verður frá í fjóra mánuði
Kante verður ekki með Frökkum á HM.
Kante verður ekki með Frökkum á HM.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn N'Golo Kante í Chelsea verður ekki með Frakklandi á HM í Katar en hann fór í aðgerð vegna meiðsla aftan í læri.

Kante er 31 árs og meiddist í 2-2 jafntefli gegn Tottenham þann 14. ágúst.

Í yfirlýsingu frá Chelsea segir að aðgerðin hafi heppnast vel en búist sé við því að leikmaðurinn verði utan vallar í fjóra mánuði.

Graham Potter, stjóri Chelsea, greindi frá því á dögunum að bakslag hefði orðið í endurkomu Kante en hann varð heimsmeistari með Frökkum 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner