Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. október 2022 17:53
Ívan Guðjón Baldursson
Kramer rekinn frá Schalke (Staðfest)
Mynd: EPA

Þýska fallbaráttuliðið Schalke er búið að reka Frank Kramer úr þjálfarastólnum eftir rétt rúmlega fjóra mánuði í starfi.


Kramer tók við Schalke í sumar en hann hafði áður stýrt Arminia Bielefeld, Greuther Fürth og Fortuna Düsseldorf og var rekinn úr öllum þeim störfum eftir slæm úrslit.

Kramer þykir þó afar efnilegur þjálfari og var yfir unglingaakademíunni hjá RB Salzburg tímabilið 2019-20 eftir að hafa þjálfað U18, U19 og U20 ára landslið Þjóðverja árin þar á undan.

Schalke er búið að tapa fimm keppnisleikjum í röð og er í næstneðsta sæti þýsku deildarinnar með 6 stig eftir 10 umferðir. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner