Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. október 2022 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Arsenal skoraði fimm í Lyon
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Barcelona og Arsenal mættu til leiks í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar kvenna og unnu stórsigra gegn Benfica og Lyon.


Barcelona skoraði níu mörk gegn Cloe Lacasse og stöllum í Benfica þar sem hin nígeríska Asisat Oshoala var atkvæðamest með tvö mörk og tvær stoðsendingar.

Úrslitin sem koma meira á óvart eru frá Frakklandi þar sem Arsenal gjörsamlega rúllaði yfir stórveldi Lyon og skoraði fimm mörk.

Melvin Malard gerði eina mark Lyon í leiknum á meðan Caitlin Foord og Bethany Mead settu tvennu hvor fyrir Arsenal. Hin norska Frida Leonhardsen-Maanum skoraði einnig og átti stoðsendingu í 1-5 sigri.

Barcelona 9 - 0 Benfica
1-0 P. Guijarro ('1 )
2-0 A. Bonmati ('14 )
3-0 A. Oshoala ('34 )
4-0 M. Caldentey ('50 )
5-0 A. Crnogorcevic ('65 )
6-0 Geyse ('67 )
7-0 C. Pina ('77 )
8-0 A. Oshoala ('84 )
9-0 Geyse ('88 )

Lyon 1 - 5 Arsenal
0-1 Caitlin Foord ('13 )
0-2 Leonhardsen-Maanum ('22 )
1-2 Melvin Malard ('27 )
1-3 Bethany Mead ('45 )
1-4 Caitlin Foord ('67 )
1-5 Bethany Mead ('69 )



Athugasemdir
banner
banner
banner