Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   mið 19. október 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Niðurlægjandi tap Bröndby í bikarnum
Það voru heldur betur óvænt úrslit í dönsku bikarkeppninni núna rétt áðan. Úrvalsdeildarfélag Bröndby er úr leik.

Bröndby mætti Aarhus Fremad sem er í þriðju efstu deild í Danmörku. Leikurinn fór fram á heimavelli síðarnefnda liðsins, en úrslitin voru heldur betur óvænt.

Bröndby lenti undir snemma og þá héldu eflaust flestir á því að þeir myndu koma til baka en svo varð ekki. Þetta varð bara verra.

Úrvalsdeildarfélagið endaði á því að tapa lokum 4-0. Niðurlægjandi tap fyrir Bröndby sem er úr leik.

Stuðningsmenn Bröndby eru þekktir fyrir að vera mjög blóðheitir og þeir taka eflaust ekki vel í þessi skelfilegu úrslit.


Athugasemdir
banner
banner
banner