banner
   mið 19. október 2022 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ragnar Mar nýr yfirþjálfari yngriflokka ÍBV
Mynd: Grundarfjörður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV er búið að ráða Ragnar Mar Sigrúnarson sem nýjan yfirþjálfara yngriflokka í fótbolta.


Ragnar Mar lék meðal annars með Víkingi Ólafsvík og HK í næstefstu deild og var spilandi þjálfari Ýmis í 4. deildinni. Ragnar er frá Hellissandi á Snæfellsnesi og spilaði þrjá leiki með Reyni H. í fyrra.

Ragnar Mar hóf störf undir lok síðustu viku en ÍBV auglýsti eftir starfinu í byrjun ágústmánaðar. Mikill fjöldi umsókna barst í stöðuna en Eyjamenn ákváðu að lokum að ráða Ragnar Mar sem hefur verið þjálfari hjá HK undanfarin 12 ár.

Ragnar er með BS gráðu í íþróttafræðum og meistaragráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík.

Einnig hefur hann verið framhaldsskólakennari í íþróttum við Kvennaskólann í Reykjavík undanfarin ár. Áður hefur Ragnar Mar starfað sem forstöðumaður knattspyrnuskóla í fjölda ára, starfað sem hafnarvörður, í fiskvinnslu og verið sjómaður.

„Við hjá ÍBV erum þakklát fyrir að hafa fengið hann til Vestmannaeyja og bjóðum hann velkominn til starfa," segir meðal annars í frétt frá ÍBV.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner