mið 19. október 2022 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Arnór Ingvi skoraði - Hacken með aðra hönd á titlinum
Mynd: KSÍ
Mynd: Guðmundur Svansson

Arnór Ingvi Traustason og Ari Freyr Skúlason voru í byrjunarliði Norrköping sem vann þægilegan 2-0 sigur á Helsingborg í sænska boltanum í dag.


Arnór Ingvi skoraði fyrra mark leiksins á átjándu mínútu og spilaði allan leikinn á meðan Andri Lucas Guðjohnsen og Arnór Sigurðsson voru ónotaðir varamenn. Norrköping siglir lygnan sjó með 32 stig úr 27 umferðum á meðan Helsingborg stefnir beint niður í B-deildina.

Óskar Tor Sverrisson var þá fjarverandi vegna meiðsla er Varberg steinlá gegn Sveini Aroni Guðjohnsen og félögum frá Elfsborg. Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborg og þurfti að verja fjórar marktilraunir til að halda hreinu. 

Elfsborg er með 40 stig en á ekki raunhæfa möguleika á að berjast um Evrópusæti. Varberg er fimm stigum frá fallsvæðinu þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.

Að lokum lék Valgeir Lunddal Friðriksson allan leikinn í hægri bakverði hjá Häcken sem er komið með aðra hönd á titilinn.

Valgeir átti flottan leik í 1-2 sigri gegn AIK þar sem John Guidetti gerði eina mark AIK í uppbótartíma. Þetta var þriðji sigur Häcken í röð og er liðið aðeins fimm stigum frá því að tryggja sér titilinn þegar þrjár umferðir eru eftir.

Norrköping 2 - 0 Helsingborg
1-0 Arnór Ingvi Traustason ('18)
2-0 J. Ortmark ('72)

Varberg 0 - 3 Elfsborg
0-1 J. Okkels ('52)
0-2 M. Baidoo ('57)
0-3 O. Aga ('93)

AIK 1 - 2 Häcken
0-1 I. Sadiq ('2)
0-2 A. Jeremejeff ('85)
1-2 John Guidetti ('91, víti)
Rautt spjald: Y. Ayari, AIK ('79)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner