Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. október 2022 22:43
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Spiluðum loksins frábæran leik frá upphafi til enda
Mynd: EPA

Manchester United vann sannfærandi 2-0 sigur gegn Tottenham er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.


Erik ten Hag var gríðarlega ánægður að leikslokum vegna þess að hans menn sýndu loksins góða frammistöðu í 90 mínútur.

„Við spiluðum frábæra leiki gegn Liverpool og Arsenal en í dag spiluðum við loksins frábæran leik frá upphafi til enda. Þetta var frábær frammistaða og það var mjög skemmtilegt að horfa á strákana spila saman," sagði Ten Hag eftir sigurinn.

„Strákarnir stóðu sig virkilega vel gegn erfiðum andstæðingum sem við erum búnir að greina í þaula. Þessi frammistaða er sérstaklega ánægjuleg útaf gæðunum sem má finna í liði Tottenham."

Ten Hag var einnig spurður út í Cristiano Ronaldo sem var ónotaður varamaður og strunsaði af bekknum undir lok leiksins. Ronaldo virtist pirraður yfir því að hafa ekki fengið að spila í leiknum en Ten Hag vildi ekki tjá sig um stórstjörnuna að leikslokum.

„Við hugsum bara um úrslitin í kvöld, við látum ekki neitt hafa áhrif á fögnuðinn."

Man Utd er í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir 10 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner