Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. október 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag vill að Man Utd geri aðra tilraun til að fá De Jong
Miðjumaðurinn Frenkie de Jong.
Miðjumaðurinn Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag stjóri Manchester United vill að félagið geri aðra tilraun í janúar til að kaupa hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong í janúar.

United reyndi árangurslaust að fá De Jong í sumar. Hann virtist á leið á Old Trafford þegar Börsungar samþykktu 63 milljóna punda tilboð.

En De Jong vildi ekki yfirgefa Nývang og var í flóknum deilum við félagið vegna ógreiddra launa.

Spænska blaðið Sport segir að Ten Hag hafi beðið United um að gera aðra tilraun til að reyna að fá De Jong í janúarglugganum.

Þrátt fyrir að hafa fengið Christian Eriksen og Casemiro þá telur Ten Hag að það þurfi að fá öðruvísi leikmann inn á miðsvæðið og auka gæðin þar. De Jong gæti bætt sköpunarmátt United og aukið stjórn liðsins á miðsvæðinu, eitthvað sem Ten Hag telur nauðsynlegt ef það á að berjast um titla að nýju.

Þrátt fyrir að vera ósáttur við hlutverk sitt hjá Barcelona þá er sagt að De Jong vilji klára tímabilið hjá félaginu. Bayern München og Chelsea gætu veitt United samkeppni um leikmanninn næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner