Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 19. október 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane stórorður í garð Benzema
Karim Benzema.
Karim Benzema.
Mynd: EPA
Karim Benzema var á dögunum valinn besti fótboltamaður í heimi er hann fékk Ballon d'Or verðlaunin afhent.

Benzema var í algjöru lykilhlutverki er Real Madrid vann bæði spænsku deildina og Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Hann raðaði inn mörkum og skoraði í heildina 44 mörk í 46 leikjum.

Hann er fyrsti Frakkinn til að vinna þessi verðlaun síðan Zinedine Zidane gerði það árið 1998.

Zidane þjálfaði Benzema hjá Real Madrid og er gríðarlega mikill aðdáandi hans. Eftir að Benzema fékk verðlaunin þá gekk Zidane svo langt að segja að Benzema væri besti sóknarmaðurinn í sögu Frakklands.

„Fyrir mér er það Karim, ég veit hvers virði hann er," sagði Zidane við L'Equipe.

Hann tekur Benzema fram yfir goðsagnir á borð við Jean-Pierre Papin og Thierry Henry.
Athugasemdir
banner
banner
banner