City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Roy Keane: Líklegt að Rashford nái aldrei fyrri hæðum
Keane segir Rashford hafa villst af leið.
Keane segir Rashford hafa villst af leið.
Mynd: Getty Images
Roy Keane er fyrrum fyrirliði Manchester United.
Roy Keane er fyrrum fyrirliði Manchester United.
Mynd: Getty Images
Roy Keane segir að Marcus Rashford muni mögulega aldrei finna fyrrum form. Rashford hefur sagt að hann sé tilbúinn að yfirgefa Manchester United og takast á við nýja áskorun á ferlinum.

Rashford hefur þótt áhugalaus í langan tíma og Keane hefur sagt að það sé rétti tímapunkturinn fyrir leikmanninn að fara annað.

„Stundum eru hlutirnir ekki að ganga upp, fyrir hvorugan aðilann. Það eru augljóslega hæfileikar til staðar og hann hefur verið hjá félaginu síðan hann var krakki. Það myndi örugglega gera honum gott að fara í annað land," segir Keane.

„Eina viðvörun mín til svona leikmanna eins og hans sem hefur alla þessa hæfileikar er að ef þú missir hungrið er erfitt að endurheimta það. Þetta snýst ekki um peningana heldur áskorunina og stoltið."

Rashford hefur spilað rúmlega 400 leiki fyrir United, skorað 138 mörk og unnið fimm stóra titla. Frammistaða hans hefur hinsvegar hrakað mikið að undanförnu og hann bara skorað fjögur mörk í fimmtán úrvalsdeildarleikjum á þessu tímabili.

„Marcus virðist hafa týnst af leið og tapað hungrinu. Við höfum talað um úrin og allt utan vallar, og ef það truflar þig gæti verið erfitt að finna hungrið aftur. Hann á möguleika á að finna það í nýju umhverfi en ég held að hann finni það ekki hjá United," segir Keane, sem er fyrrum fyrirliði Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner