Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 17. desember 2024 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford segist vera tilbúinn fyrir næstu áskorun
Breski fréttamaðurinn Henry Winter náði góðu spjalli af Marcus Rashford, kantmanni Manchester United, í dag og er leikmaðurinn að hugsa sér til hreyfings.

Rashford er uppalinn hjá Manchester United og hefur spilað 426 leiki fyrir félagið, en núna virðist vera kominn tími til að breyta til.

„Það er niðurdrepandi að vera ekki valinn í hóp fyrir fjandslaginn en það gerðist. Við unnum leikinn og ég þarf að halda áfram með lífið. Þetta er svekkjandi en í gegnum ferilinn hef ég lært að takast á við bakslög sem þetta. Hvað ætla ég að gera í því? Sitja hérna og grenja útaf því eða gera mitt besta næst þegar ég fæ tækifæri? Ég veit hvað svarið er," sagði Rashford, sem ætlar væntanlega ekki að sitja og grenja.

Rashford var spurður út í framtíð sína hjá Man Utd eftir að enskir fjölmiðlar, sem eru oft óvægnir í umræðu sinni, sögðu hann vera á sölulista félagsins.

„Fyrir mig, persónulega, þá er ég tilbúinn fyrir aðra áskorun og önnur skref á ferlinum. Þegar ég skipti um félag þá verður það á vinalegum nótum. Ég mun aldrei tala á neikvæðan hátt um Manchester United. Ég hef séð hvernig aðrir leikmenn hafa yfirgefið félagið í gegnum tíðina og ég vil ekki gera eins og þeir. Í hjarta mínu er ég 100% rauður. 100%!"

Rashford er 27 ára gamall og hefur meðal annars verið orðaður við Paris Saint-Germain og Arsenal, en hann er samningsbundinn Rauðu djöflunum til 2028.

„Ég er rétt svo hálfnaður með ferilinn minn, ég býst ekki við að ná hápunktinum fyrr en eftir nokkur ár. Ég hef lært margt á níu árum í ensku úrvalsdeildinni, ég sé ekki eftir neinu. Það besta á enn eftir að koma."
Athugasemdir
banner
banner
banner