Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 15:43
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Arsenal og PSV: Zinchenko ekki með en Martinelli á bekknum
Martinelli er á bekknum.
Martinelli er á bekknum.
Mynd: EPA
Klukkan 17:00 mætast Arsenal og PSV Eindhoven í Evrópudeildinni. Arsenal er á toppi A-riðils með þrjá sigra úr þremur leikjum en PSV Eindhoven er í öðru sæti með tvo sigra og eitt jafntefli.

Ef Arsenal vinnur PSV þá þarf liðið aðeins jafntefli þegar þessi tvö lið eigast við í Hollandi þann 27. október til að tryggja sér sigur í riðlinum og forðast þar með að fara í umspil. Jafntefli í dag tryggir Arsenal að minnsta kosti 2. sætið sem gefur umspil.

Úkraínski landsliðsmaðurinn Oleksandr Zinchenko hefur misst af fjórum síðustu leikjum vegna kálfameiðsla og er ekki klár í slaginn. Sóknarmaðurinn brasilíski Gabriel Martinelli æfði ekki í gær en er meðal varamanna.

Byrjunarlið Arsenal: Turner (m); Tomiyasu, Holding, Gabriel, Tierney; Lokonga, Xhaka (f): Saka, Fabio Vieira, Nketiah, Jesus.

(Varamenn: Ramsdale, Hein, White, Partey, Odegaard, Martinelli, Saliba, Cedric, Nelson, Marquinhos, Cirjan, Edwards)

Byrjunarlið PSVS: Benitez; Mwene, Ramalho, Obispo, Max; Sangaré, Veerman, Gutiérrez; Simons, Til, Gakpo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner