Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davis mun stýra Wolves út árið

Wolves hefur staðfest að Steve Davis muni stýra liðinu út árið en félaginu hefur gengið illa að finna eftir mann Bruno Lage sem var rekinn á dögunum.


Jeff Shi stjórnarformaður félagsins staðfestir þetta en hann segist ánægður með störf Davis og þjálfarateymisins. Hann sér breytingar strax.

„Hann skilur félagið og við viljum gefa honum og við viljum gera þeim grein fyrir þeirra stöðu og gefa þeim bestu möguleika á að ná árangri. Á meðan það er enginn kandídat í starfið sem stendur upp úr til frambúðar höfum við trú á getu þeirra til að halda áfram fram að HM og yfir í nýja árið," sagði Shi.

Greint var frá því í morgun að Michael Beale, stjóri QPR hafi hafnað því að taka við félaginu. Þá er einnig talað um að Julen Lopetegui hafi hafnað því að taka við félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner