Philippe Coutinho byrjar a´bekknum hjá Aston Villa annan leikinn í röð í kvöld.
Coutinho gekk til liðs við félagið á láni frá Barcelona í janúar og stóð sig hrikalega vel í upphafi. Hann hefur hins vegar ekki verið að finna sig að undanförnu.
„Ég hef mikla trú á Coutinho en það sést á tölfræðinni að hann er ekki upp á sitt besta. Við styðjum hann í einu og öllu. Hann eins og liðið allt þarf á smá heppni að halda, það ýtir undir sjálfstraustið," sagði Steven Gerrard stjóri liðsins.
Aston Villa festi kaup á þessum þrítuga Brasilíumanni í sumar.
„Vonandi getum við komið honum aftur á þann stað sem hann var þegar hann kom til félagsins. Hann sprengdi þakið af Villa Park og sprengdi allar væntingar. Sýn mín á Coutinho mun aldrei breytast, ég sé það á hverjum degi hvað hann getur en hann þarf að sýna það í leikjum,"