Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lewandowski kominn með yfir 600 mörk á ferlinum
Mynd: EPA
Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur skorað 601 mark fyrir félagslið og landslið á ferlinum en hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Barcelona gegn Villarreal í kvöld.

Barcelona skoraði þrjú mörk á sjö mínútum en Lewandowski skoraði fyrstu tvö mörkin og Ansu Fati negldi síðasta naglann í kistu Villarreal.

Lewandowski er kominn með 11 mörk í 10 leikjum fyrir Barcelona. Hann skoraði 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern og 103 mörk í 186 leikjum fyrir Dortmund.

Áður en hann hélt til Þýskalands skoraði hann 21 mark fyrri Znicz Pruszkow og 41 fyrri Lech Poznan í heimalandinu, þá hefur hann skorað 76 mörk í 134 landsleikjum.

Hann er kominn í hóp með mönnum á borð við Ronaldo og Johan Cruyff sem skoruðu yfir 10 mörk í fyrstu 10 leikjum sínum fyrir félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner