Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Ranieri vonast eftir öðru starfi
Mynd: EPA
Hinn 70 ára gamli Claudio Ranieri vill halda áfram að þjálfa. Stærsta afrek hans á ferlinum var Englandsmeistaratitillinn með Leicester 2016 en hann hefur verið án starfs síðan hann hætti sem stjóri Watford í janúar á þessu ári.

Áður hafði Ranieri verið stjóri Sampdoria í næstum tvö ár.

„Ég vonast eftir góðu tækifæri, ég vil halda áfram að þjálfa. Að vera ekki í fótboltanum er eins og að vera sofandi og ég er ekki hrifinn af því," segir Ranieri.

„Ég er það heppinn að þjálfaraferill minn hefur verið betri en leikmannaferillinn. Og hann er lengri. Það er samt erfiðara að vera þjálfari en leikmaður því þjálfarinn er ábyrgur fyrir öllu."
Athugasemdir
banner
banner