Brendan Rodgers stjóri Leicester hefur tjáð sig um brottrekstur Steven Gerrard frá Aston Villa. Hann segir að Gerrard hafi ekki átt þetta skilið.
„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Gerrard því hann gerði hrikalega góða hluti hjá Rangers. Hann fékk tækifæri til að koma í úrvalsdeildina en þeirra metnaður liggur í að vera í Evrópukeppni geri ég ráð fyrir," sagði Rodgers.
„Það lítur út fyrir að stjórar séu að missa starfið á hverjum degi nú til dags eða undir pressu. Stöðugleiki og þolinmæði er að renna út í fótbolta."
Rodgers er sjálfur undir mikilli pressu en það hefur gengið afar illa hjá Leicester á þessari leiktíð. Liðið vann kærkominn sigur í kvöld.
Gerrard var fyrirliði Liverpool þegar Rodgers var við stjórnvölin frá árunum 2012-2015.
Athugasemdir